Námskeið fyrir nýgreinda hefst 18. október

Fyrirhugað er námskeið fyrir einstaklinga, nýgreinda með MS, ef næg þátttaka næst og með fyrirvara um breytingar á dagsetningum.

 

TÍMI: 18. okt.   (fimmtud.)  kl. 13:00 – 17:00

          25. okt.   (fimmtud.)  kl. 17:30 – 19:30

          27. okt.   (laugard.)    kl. 10:00 – 14:00

            1. nóv.    (fimmtud.)  kl. 17:30  – 19:30

 

STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.

VERÐ: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

LÝSING: Námskeiðið er fyrir fólk með tiltölulega nýja MS-greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá verða umræður um tilfinningaleg viðbrögð við sjúkdómsgreiningunni og áhrif MS á daglegt líf. Kynntar eru leiðir til að aðlagast betur og efla styrk þátttakenda. Þátttakendur eru 6-8. Hægt er að stofna sjálfshjálparhóp í lok námskeiða.

UMSJÓN: Sigríður Anna Einarsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, sér um námskeiðið. Fleira fagfólk kemur einnig að námskeiðinu.

UPPLÝSINGAR: Á skrifstofu í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.

SKRÁNING: hér

 

Ítarlegar lýsingar á námskeiðum félagsins má finna hér

Upplýsingasíða fyrir nýgreinda hér.

 

 

BB

mynd