NÁMSKEIÐ FYRIR NÝGREINDA VERÐUR HALDIÐ Í SEPTEMBER OG OKTÓBER

Námskeiðið byrjar mánudaginn 16. september. Næstu tímar eru þriðjudaginn 17. september og mánudagarnir 30. september, 7. 14. og 21. október. Allir tímarnir byrja kl. 17:30 og standa til 19:30. 

Námskeiðið er haldið að Sléttuvegi 5 og kostar 3.500 kr.  Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins  geta sótt um ferðastyrk.

Námskeiðið er fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum.

Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá verða umræður um
tilfinningaleg viðbrögð við sjúkdómsgreiningunni og áhrif MS á daglegt líf. Kynntar eru leiðir til að aðlagast betur og efla styrk þátttakenda.

Þátttakendur eru 6-8 og námskeiðið er í 6 skipti, 2 klst. vikulega. Hægt er að stofna sjálfshjálparhóp í lok námskeiða.

Anna Sigríður Einarsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi sér um námskeiðið. Fleira fagfólk kemur einnig að námskeiðinu. T.d. kemur Haukur Hjaltason taugasérfræðinur þriðjudaginn 17. september og fræðir þátttakendur.

Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is