NÁMSKEIÐ OG LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN SÍBS á vorönn 2017

 

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið á vorönn sem snúa að hugar- og heilsueflingu.

 

 

Félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins fá 3.000 króna afslátt af námskeiðsverði. 

 

 

Dagskrá vorannar:

·  Betra líf og heilsa, lífsstílsþjálfun (16.01 – 08.05) er 16 vikna lífsstílsþjálfun með áherslu á hreyfingu og mataræði, vikulegir hópfundir, heilsufarsmælingar, stuðningur og utanumhald í gegnum SidekickHealth.

·  Hvað er hollt og hvað ekki? (18.01 – 25.01) þar sem farið er yfir ráðleggingar um mataræði og hvernig hægt er að minnka áhættu á lífsstílssjúkdómum.

·  HAM við þunglyndi og kvíða (18.01 – 08.03) þar sem farið er yfir leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við þunglyndi og kvíða.

·  HAM við krónískum verkjum (07.02 – 14.03) þar sem farið er yfir leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að rjúfa vítahring verkja.

·  HAM byggð á núvitund (15.03 – 10.05) þar sem farið er yfir leiðir HAM og núvitundar til að bæta líðan og viðhalda góðu jafnvægi.