Notar þú rafknúinn hjólastól? Viltu taka þátt í rannsókn?

Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.

 

Maya Lekka, iðjuþjálfi á Grensás og meistaranemi við háskóla í Svíþjóð, óskar eftir að taka viðtöl við fólk með MS sem hefur fengið rafknúinn hjólastól á sl. 3 árum.

Sem lið í meistaraprófsritgerð sinni vill Maya kanna hvort það hafi áhrif á þátttöku og athafnir í daglegu lífi að skipta frá handknúnum hjólastól í rafknúinn stól. Auk þess vill Maya kanna upplifun viðmælenda sinna á umsóknar- og afgreiðsluferlinu, þ.e. frá því þörf á rafmagnsstól er ljós og þar til stóllinn hefur verið afhentur notanda. Niðurstöðurnar munu nýtast heilbrigðisstarfsfólki til að bæta klínískar ákvarðanir þeirra um úthlutun á hjálpartækjum á hjólum til fólks með MS.

 

Ef þú hefur áhuga og vilt taka þátt, endilega hafðu samband við annaðhvort mig, Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa MS-félagsins (s.: 568 8620, netfang: msfraedsla@gmail.is), eða Mayu Lekkas (s.: 766 6695, netfang: maya_lekka@hotmail.com).Þar sem Maya er enskumælandi munu viðtölin fara fram á ensku. Ef þú þarfnast aðstoðar við túlkun er þér frjálst að hafa einhvern með þér í viðtalið til að styrkja samtölin en einnig getur Maya boðið fram túlk. Ég er einnig tilbúin til að aðstoða við túlkun sé óskað eftir því.

Viðtölin munu taka 30-60 mínútur. Samtölin geta verið yfir kaffibolla einhvers staðar sem hentar, eða í gegnum síma. Gert er ráð fyrir að taka viðtölin í júlí og ágúst. Mögulegt er að taka símaviðtöl síðar.

 

Um Maya Lekkas:

Maya Magdalena Lekkas er iðjuþjálfari sem útskrifaðist árið 2007 frá háskólanum í Aþenu, Grikklandi. Hún hefur starfað á Grensás, Landspítala frá október 2017 en þar á undan aðallega við taugafræðilega endurhæfingu í Grikklandi, Bretlandi, Botsvana og Ástralíu.Maya er nú í meistaranámi við háskólann í Jönköping í Svíþjóð.Leiðbeinandi Maya er Anestis Divanoglou, lektor á heilbrigðisvísindasviði HÍ, sem hélt frábæran fyrirlestur á MS-ráðstefnunni sl. haust.

Ég hvet alla sem falla undir skilgreiningu rannsóknarinnar til að taka þátt. 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi