Ný söluvara: húfur og fjölnota pokar

 

Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins. Sími á skrifstofu er 568 8620 frá kl. 10 til kl. 15.

 

HúfurHúfur

Húfurnar eru úr bómull og með sérstökum saumi sem gerir þær bæði flottar og klæðilegar. Upplagt að nota þær í hlaupin, undir hjólahjálminn eða í útivistina.

Húfurnar eru til í þremur útgáfum: grá með fjólubláu merki; grá með appelsínugulu merki og svört með appelsínugulu merki.

Ein stærð sem hentar öllum; börnum og fullorðnum.

Húfan kostar 2.500 kr.   

 

 

Fjölnota pokar Pokar, innkaupapokar

Fjölnota pokinn er úr næloni og því fisléttur. Honum er hægt að troða í lítinn poka sem fylgir með og passar í alla vasa og töskur. Þessi fjölnota poki er því alltaf við höndina, hvort heldur sem þú ferð út í búð, notar undir sund-dót eða undir hvað annað sem þér dettur í hug.

Pokana er hægt að krækja saman svo sá litli týnist ekki.

Fjölnota pokarnir eru svartir með appelsínugulu merki.

Pokinn kostar 1.500 kr.

 

 

Sent eða sótt

Eins og áður segir er hægt að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins. Sími á skrifstofu er 568 8620 frá kl. 10 til kl. 15.

Ef óskað er eftir heimsendingu bætast 250 kr. við hverja einingu.

 

Suðningur ykkar er okkar stoð

MS-félagið nýtur mjög lítilla opinberra styrkja og innheimtir mjög lágt félagsgjald svo velvild einstaklinga, félaga og fyrirtækja, m.a. með kaupum á varningi til sölu, stendur undir starfsemi og þjónustu félagsins. 

 

 

BB