NÝTT MERKI MS-FÉLAGS ÍSLANDS

Stjórn MS-félagsins hefur ákveðið að kynna og taka í notkun nýtt merki (lógó) fyrir MS-félag Íslands, sjá hér til hliðar. Nýja merkið verður formlega kynnt á aðalfundinum n.k. laugardag.

Það tekur yfir eldra merkið eftir því sem aðstæður bjóða.

 

Rökin fyrir breytingunum:

      Núverandi merki er fast í forminu og gefur lítið svigrúm til að „leika með“

      Nýtt merki gefur mikla möguleika til að nota á margvíslegan hátt, s.s. á bréfsefni, á vefsíðunni, á auglýsingar og ýmsa gripi svo sem boli, buff, töskur o.fl.

      Finnland, Svíþjóð og Danmörk hafa tekið upp ný merki sem léttara er yfir

      Nú er tækifæri til að skipta – framundan er m.a. útgáfa fræðslubæklinga og ný vefsíða

 

Hönnuður og táknmyndin:

Nýja merkið er hannað og útfært af Högna Sigurþórssyni, grafískum hönnuði.

Miðja blómsins og stilkurinn tákna heila og mænu MS-einstaklingsins sem sjúkdómurinn hverfist um. Krónublöðin 5 eru tákn fyrir það sem MS-einstaklingur þarf á að halda til að takast á við sjúkdóminn og lifa sem bestu lífi: MS-samtök – Stuðning – Þjónustu – Læknavísindi – Fræðslu.

Blómið í heild er tákn fyrir blómlega og bjarta framtíð MS-fólks og félagsins.

 

Ýmsar úrfærslur: