NÝTT NÁMSKEIÐ: NÚVITUND, finndu frið í flóknum heimi

Tími: Einu sinni í viku í 8 vikur frá mánudeginum 16. mars kl. 16-17:30. Lýkur 11. maí.

Staður: MS-húsið, Sléttuvegi 5.

Verð: 8.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Innifalið í verði er geisladiskur og bók.

Lýsing: Velkomin í núið er 8 vikna núvitundar-námskeið sem byggist á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT). Núvitund, stundum kallað gjörhygli eða árvekni er þýðing á enska orðinu mindfulness.

 

Núvitund er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma.

 

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. 

 

Með fræðslu, hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun er markmið námskeiðsins að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.

 

Námskeiðið er skipulagt í samræmi við metsölubókina „Finding Peace in a Frantic World“ eftir Mark Williams og Danny Penman þar sem sérstök áhersla er lögð á að ná tökum á streitu daglegs lífs. Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 30-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

 

Leiðbeinandi: Margrét Bárðardóttir sálfræðingur sem hefur haldið fjölmörg námskeið í núvitund fyrir almenning, ýmsa sjúklingahópa og á stofnunum.

 

 

 

Skráning á skrifstofu MS-félagsins í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.

 

 

 

 

BB