ÖBÍ FIMMTUGT

Öryrkjabandalag Íslands á 50 ára afmæli í dag. Bandalagið var stofnað 5. maí árið 1961 og verður tímamótunum fagnað á Nordica Hótelinu. Í afmælisfagnaðinum verður frumsýnd heimildarmyndin “Eitt samfélag fyrir alla, Öryrkjabandalag Íslands í 50 ár”. Myndina gerði Páll Kristinn Pálsson, ritstjóri MeginStoðar.

Páll Kristinn hefur unnið að gerð myndarinnar um ÖBÍ í nokkur ár, en rauði þráðurinn í þeirri “sögu” sem sögð verður í myndinni er mannréttindabarátta. Myndin er fyrsta heimildamyndin, sem gerð hefur verið um Öryrkjabandalag Íslands. Efniviðurinn kemur að megninu til frá sjónvarpi RÚV, Kvikmyndasafni Íslands, persónulegum myndasöfnum og miklum fjölda viðtala. Fjallað er um sögu bandalagsins í máli og myndum.

Meginmarkmið Öryrkjabandalagsins er baráttan fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum öryrkja að lifa mannsæmandi lífi óháð því hvort fólk sé fatlað eða með skerta starfsorku vegna veikinda eða annarra ástæðna.

MS-félag Íslands sendir Öryrkjabandalagi Íslands árnaðaróskir á afmælinu.

halldorjr@centrum.is