ÖBÍ VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA TIL AÐ DREIFA BUFFUM Í 1. MAÍ-GÖNGUNNI. Sjá einnig 1. maí-myndband ÖBÍ

ÖBÍ vantar hresst fólk til að deila út buffum í 1. maí-göngunni niður Laugaveginn nú á sunnudaginn.

 

Hið eitilhressa ÖBÍ-lið verður við Hlemm kl. 13 en hjá þeim er hægt að nálgast buffin til dreifingar í göngunni. Buffin eru með fallegum barnateikningum með slagorðunum: Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla!

 

Takið endilega þátt í göngunni þar sem krafan er að allir eigi klæði, nóg að bíta og brenna og hafi þak yfir höfuðið. 

 

 

****

 

 

ÖBÍ hefur látið gera myndband í tengslum við 1. maí-kröfugönguna,

sjá hér

 

 

Þetta verður góður dagur til að taka sunnudagsgöngutúrinn með fjölskyldu eða vinum niður Laugaveginn!

 

 

 

(Frá ÖBÍ)