ÓPRÚTTNIR SNÍKJA Í NAFNI MS

Þess hefur orðið vart að óprúttnir aðilar hafi bankað upp á dyr fólks og þótzt vera að safna fé fyrir hönd MS félagsins. Í þeim dæmum, sem MS félaginu hafa borizt til eyrna hafa viðkomendur beðið um lausafé. Félagið tekur skýrt fram, að vegna 40 ára afmælissöfnunarátaks þess hafa engir verið gerðir út til að safna lausafé. Söfnunin er fólgin í sölu á sérstökum armböndum og spilaöskjum. Ef þið verðið vör við einhverja sem sigla undir fölsku flaggi, eins og hér hefur verið lýst, vinsamlegast hafið samband við lögreglu.

Sjálfboðaliðar MS félagsins fóru í verzlunarmiðstöðina Smáralind um liðna helgi og hófu fjáröflunarátak MS félagsins á 40 ára afmælisárinu. “Salan gekk vel,” sagði Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri.

Fjáröflun MS félagsins, sem kalla mætti “HEIM ÁN MS”, hófst um liðna helgi þegar hópur sjálfboðaliða, starfsmanna og félaga úr stjórn félagsins komu sér fyrir í verzlunarmiðstöðinni Smáralind og buðu til sölu táknræn armbönd með merki MS félags Íslands á rúnaletri og táknunum í merki félagsins, lykli og skráargati. Armböndin bera nafnið “Heimur án MS”.Heimur án MS-armbönd

Ósk Laufey Óttarsdóttir hafði umsjón með hönnun og framleiðslu nýja armbandsins og naut hún aðstoðar Jóns Valfells við rúnaletrið og Margrétar K. Magnúsdóttur, skóhönnuðar.

MS spilaöskjurnar

Smáralindarsalan var fyrsta skrefið í fjáröflunarátaki MS félagsins, sem efnt er til í tilefni af 40 ára afmælis félagsins, sem er í haust. Salan á armböndunum gekk harla vel miðað við, að fremur rólegt væri í Smáralindinni, þegar MS hópurinn var á ferðinni. Þeir sem stjórna málum í Smáralind hafa veitt MS félaginu góðfúslegt leyfi til að fara þar áfram um ganga og selja armbönd.  

MS-hópurinn mætti á þeim tíma dagsins, sem yfirleitt telst til háannatíma á þessum slóðum, en í góða veðrinu er ekki að treysta á verzlunargleði landans! Salan gekk vel þrátt fyrir að frekar fámennt væri nú í Smáralindinni þá stund sem við vorum þarna,” sagði Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri MS félagsins við MS-vefinn. Hún vildi
Koma þökkum á framfæri við stjórnendur Smáralindar fyrir lipurlegheitin.

Lalli - á fullu í sölunni 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En viðtökurnar voru engu að síður mjög góðar og greinilegt, að MS sjúkdómurinn er vel kunnur íslenzkum almenningi jafnframt því, sem mikill skilningur er á nauðsyn öflugs þjónustu- og kynningarstarfs MS félagsins í þágu hundruða íslenzkra MS sjúklinga og aðstandenda þeirra. .

Söluhópurinn staldraði við í Smáralindinni í nokkra klukkutíma og hvarf af vettvangi bjartsýnn og glaður í huga í ljósi jákvæðrar viðtöku.

Útgáfa sérstakrar spilaöskju með tveimur spilastokkum og armbandsins er liður í afmælisfjáröflun MS-Félagsins, sem er stuðnings- og hagsmunafélag MS sjúklinga á Íslandi, og aðstandenda þeirra.

Sala armbandanna og spilaaskjanna verður í tvennu lagi. Annars vegar hefur sérstakur söluaðili verið fenginn til að selja spilastokkana tvo í öskjunni snotru og hins vegar sér félagið sjálft um sölu á gúmmíarmböndunum fjólubláu, sem bera nafnið HEIMUR ÁN MS. 

Nú er þegar hafin símasala á spilaöskjunni. Þá er í undirbúningi að koma fyrir armböndum í verzlunum af ýmsum toga í Reykjavík og víðar.

Nánari upplýsingar um söluátakið eru í fréttinni “KRÖFTUG FJÁRÖFLUN Á 40 ÁRA AFMÆLISÁRI” hér að neðan þar sem greint er frá því hvernig kleift er með auðveldum hætti að hafa samband við MS félagið. -h