Óvænt heimsókn frá tölvudeild Arionbanka

ddVið fengum afar skemmtilega heimsókn á skrifstofuna í dag frá tveim starfsmönnum í tölvudeild Arionbanka, sem komu færandi hendi með styrk uppá ca 120.000 krónur sem safnast höfðu á leikjakvöldi starfsfólksins, en sigurvegari kvöldsins, Eiríkur Haraldsson, fékk að velja hvaða þarfa málefni nyti góðs af gjöfinni. Eiríkur valdi MS-félagið, en pabbi hans Haraldur Gunnarsson er með MS, og erum við afar þakklát fyrir þann hlýhug sem hann sýndi félaginu með þessari góðu gjöf.

MS-félagið þakkar starfsfólki tölvudeildar Arionbanka kærlega fyrir stuðninginn, en hann mun koma að góðum notum enda mörg verkefni sem bíða félagsins á nýju starfsári.