P-MERKI FYRIR HREYFIHAMLAÐA

Þeir sem eiga erfitt með gang vegna sjúkdóma geta átt rétt á á stæðiskorti, svokölluðu P-merki, sem veitir þeim rétt til að leggja í bílastæði sem merkt eru sérstaklega. Þessi bílastæði eru oft næst inngangi verslana og stofnana og veitir þeim sem eru í hjólastól eða af ýmsum ástæðum geta einungis gengið stuttar vegalengdir, rétt til að leggja í þessi stæði.  Sjá reglugerð http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/369-2000

1. Hverjir eiga rétt á stæðiskorti, P-merki?

Auk einstaklinga sem eru í hjólastól geta þeir sem eiga í erfiðleikum með gang átt rétt á stæðiskorti.  Um er að ræða einstaklinga sem vegna sjúkdóma geta einungis gengið stuttar vegalengdir, t.d hjarta- og lungnasjúklingar og einstaklingar með sjúkdóma sem skerða göngufærni þeirra. Einnig eru gefin út stæðiskort fyrir börn með hreyfihömlun.

2. Hvar fæ ég umsóknareyðublað og hvað þarf að fylgja umsókn?

Umsókn má nálgast á netinu http://www.logreglan.is/upload/files/umsokn.pdf  Umsókninni þarf að fylgja læknisvottorð, passamynd og rithandarsýnishorn. Rithandarsýnishornið er á stæðiskortinu ásamt mynd af viðkomandi.  Athugið að læknisvottorðið tilgreini ástæður vel, t.d. vegalegnd sem einstaklingur getur gengið, hvort viðkomandi noti hjálpartæki t.d hækju eða staf, þreytist fljótt við göngu, eigi við jafnvægisleysi að stríða eða það sem við á hverju sinni. Einnig þarf umsækjandi að gera góða grein fyrir ástæðum ívilnunar á umsóknareyðublaði.  

3. Hvar sæki ég um um stæðiskort?

Þegar einstaklingur hefur aflað tilskilinna  gagna skilar hann umsókn til sýslumanns. Einnig er unnt að senda gögnin til viðkomandi aðila. Það eru lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) sem gefa út stæðiskort fyrir fatlaða. Á höfuðborgarsvæðinu er það sýslumaðurinn í Kópavogi,  Dalvegi 18, sem sér um útgáfu kortanna. Viðkomandi sýslumaður/lögreglustjóri leggur mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyrir fatlaða.

Kortið þarf að endurnýja á 5 ára fresti. Kortin eru gefin út á einstakling en ekki bílnúmer og er sett í framrúðu bifreiðar. Þess þarf að gæta að framhlið kortisins sjáist að utan og þá þannig að gildistími kortsins sé greinilegur.

4. Hvar gildir stæðiskortið?

Stæðiskortið gildi í öllum P-merktum stæðum. Einnig getur korthafi lagt í gjaldskyld stæði, stöðumælastæði, án þess að greiða fyrir. Sér reglur gilda um gjaldskyld bílastæðahús. Þar veitir stæðiskortið aðeins forgang til að leggja í p-merkt stæði en það þarf að greiða fyrir stæðið.  Þessar reglur gilda einnig fyrir HÖRPU tónlistarhús, stæðiskortið veitir forgang til að legga bifreið í P-merktu stæðin næst inngangi en það þarf að greiða fyir stæðið eins og önnur stæði í húsinu.  

Stæðiskortin gilda einnig í EES-löndum.  Sjá vefsíðu um ferðalög erlendis.  http://www.thekkingarmidstod.is/adgengi/ferdalog-og-samgongur/ferdalog-erlendis/samgongur/

 

Samantekt: Berglind Guðmundsdóttir