Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30.
Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.
Verð pr. spjald er 500 kr. Kaffi/djús og kleina/snúður kostar 300 kr.
Þar sem húsnæðið setur skorður er nauðsynlegt að skrá þátttöku sem fyrst hér eða á skrifstofu í síma 568 8620. Mögulega þarf að takmarka skráningu.
VERIÐ VELKOMIN 🙂
BB