Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.
Bingóstjórar verða enn einu sinni þær frábæru og eilíft hressu vinkonur; Ólína, Linda og Vigdís.
Húsið opnar kl. 12:30.
Veitingar til sölu á vægu verði.
BB