PÁSKABINGÓ laugardaginn 12. apríl kl. 13:00

Hið árlega páskabingó MS-félagsins verður haldið laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 13-15 í MS-heimilinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30.

Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

Bingóspjaldið kostar 250 kr. sem er sama verð og í fyrra. Hámark 2 spjöld á mann.

Veitingar verða til sölu á vægu verði, eða 200 kr. fyrir kaffi eða djús með kleinu eða kanilsnúð.

Bingóstjóri er Ólína Ólafsdóttir og með henni verða stöllurnar Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir.

 

 

BB