PÁSKABINGÓ laugardaginn 28. mars kl. 13:00

Hið árlega páskabingó MS-félagsins verður haldið laugardaginn 28. mars n.k. kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Húsið opnar kl. 12:30.

Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

Bingóspjaldið kostar 250 kr. sem er sama verð og í fyrra. Hámark 2 spjöld á mann.

Veitingar verða til sölu á vægu verði eða 300 kr. fyrir kaffi eða djús með kleinu eða kanilsnúð.

Bingóstjóri er Ólína Ólafsdóttir og með henni verða stöllurnar Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir.

Sjá auglýsingu hér.

 

BB