PINNIÐ Á MINNIÐ …. EÐA EKKI

Frá og með mánudeginum 19. janúar þurfa handhafar greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, að staðfesta úttektir með PIN-númeri. Ekki verður hægt að nota græna takkann til að staðfesta úttektir eins og verið hefur.

 

Korthafar sem ekki geta notað PIN vegna fötlunar, af heilsufarsástæðum eða vegna sérstakra aðstæðna geta haft samband við viðskiptabanka sinn og fengið undanþágu frá notkun PIN-númers.