Ráðstefna um MS 20. september: NÝ STAÐSETNING OG TÍMI

MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni.

Ráðstefnan ber yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.

 

Gert var ráð fyrir að ráðstefnan yrði haldin í húsnæði MS-félagsins en vegna mikillar skráningar hefur staðsetning ráðstefnunnar verið færð í Gullhamra, Þórhildarstíg 2, Grafarholti. Af þeim sökum þurfti að seinka dagskrá um 30 mínútur. Skráðum þátttakendum verður sendur tölvupóstur.

 

Dagskrá:

12:30     Húsið opnar 

13:00     Björg Ásta Þórðardóttir, formaður MS-félagsins

13:05     Ávarp; Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

 

13:20     Haukur Hjaltason, sérfræðingur í taugalækningum á taugalækningadeild LSH 

                  MS í víðu samhengi

                        Fjallað verður um söguna og stöðuna í dag, þróun þekkingar, greiningar og meðferðar,
                        og um einkenni sjúkdómsins. Aðeins verður komið inn á tilveruna með MS út frá sjónarmiði
                        læknis og sjúklings.

 

14:00     Ólafur Thorarensen, sérfræðingur í taugalækningum barna á Barnaspítala Hringsins

                  Er MS í börnum sami sjúkdómur og MS í fullorðnum? 

                        Þrátt fyrir að MS í börnum (MSB) og MS í fullorðnum (MSF) séu að mörgu leiti líkir þá er
                        líka talsvert sem skilur þá að. Ástæður eru að hluta til mismunur í þroska miðtaugakerfis
                        og ónæmiskerfis í börnum og fullorðnum. Fjallað verður almennt um MSB og reynt að
                        leita svara við því þeirri spurningu hvort MSB og MSF sé sami sjúkdómurinn.

 

14:25     Hlé 

 

14:40     Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur

                  Áhrif MS-sjúkdómsins á lífsgæði og andlega líðan

                        MS-sjúkdómurinn getur haft margvísleg áhrif á lífsgæði og andlega líðan þeirra sem
                        greinast. Margir MS-sjúklingar glíma við tilfinningavanda og þá aðallega þunglyndi og kvíða.
                        Að ná sátt við stöðu sína og lifa með óvissu um framvindu sjúkdómsins er mikil áskorun
                        fyrir MS-fólk. Lítið aðgengi er nú að sálfræðimeðferð og stuðningi og það þarf að bæta.

 

15:05     Anestis Divanoglou, lektor á heilbrigðisvísindasviði HÍ

                  Activity courses led by peers with disability

                        Fyrirlesturinn lýsir hugmyndafræði um virka endurhæfingu (community rehabilitation model
                        “Active Rehabilitation”), sem upphaflega var þróuð fyrir fólk með mænuskaða í Svíþjóð.  
                        Hugmyndafræðin gengur aðallega út á virka endurhæfingarmeðferð/-námskeið í 7-10 daga
                        þar sem kennslan/meðferðin fer fram á jafningjagrundvelli með leiðbeinendum sem einnig
                        eru fatlaðir. Unnið hefur verið eftir hugmyndafræðinni “Active Rehabilitation” í yfir 20
                        löndum á sl. 40 árum og hún verið aðlöguð að öðrum sjúkdómum eins og MS.
 
                        Hægt er að kynna sér módelið með því að horfa á myndband um “Active Rehabilitation”  
                        í Noregi hér (5 mín – á norsku) og í Grikklandi hér (35 mín – enskur texti).
 
                        Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

 

15:30     Belinda Davíðsdóttir Chenery, sjúkraþjálfari BSC, KCMT

                  Hámarksárangur af þjálfun

                        Þetta erindi fjallar um það hvernig hægt er að nota þjálfun til að bæta lífsgæði einstaklinga
                        með MS. Þjálfun er í dag viðurkennt meðferðarform sem nýtist til að bæta færni, virkni og
                        þátttöku einstaklinga með MS-sjúkdóminn. Rannsóknir og reynsla hafa leitt í ljós að sumar
                        aðferðir og áherslur í þjálfun nýtast betur en aðrar til að ná hámarksárangri. Hvernig er
                        hámarksárangri náð og hvað ber að hafa í huga við þjálfun einstaklinga með MS?

 

16:00     Afmælisveisla

 

Fundarstjóri verður Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjallastefnunar, aðstandandi einstaklings með MS og fyrrum stjórnarmaður í félaginu.

 

Hægt er að skrá þátttöku til sunnudags 16. september hér eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 568 8620 mán-fim frá kl. 10-15.

 

 

 

BB