Reykjavíkurmaraþonið nálgast

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 18. ágúst n.k., er í fullum gangi. 

 

Í dag hafa 39 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið – takk fyrir það 🙂

Hægt er að fylgjast með hlaupurum og áheitasöfnun hér 

Hægt er að heita á hlaupara hér.

 

Rafræn skráning er opin hér til 16. ágúst nk. kl. 13.

Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.

Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.

 

Maraþonið í fyrra fór fram í frábæru veðri.

maraþon

 

Á hvatningastöð okkar við Olís Ánanaustum/Granda var rífandi stemming allan tímann sem hlaupið stóð yfir og voru allir hlauparar hvattir val áfram en þó sérstaklega hlaupararnir okkar.

 

Búið er að gera viðburð á fésbókinni sem minnir á hvatningastöðina sem verður á sama stað og í fyrra. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Lofað er rifandi stemmingu og ókeypis líkamsrækt. Sjá hér.

Sjá skemmtilegar myndir hér

 

Stuðningur sem þessi er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.

 

 

BB