SAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS SAMÞYKKTUR Á ALÞINGI

Alþingi hef­ur samþykkt að full­gilda samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks en samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktaði Alþingi jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. 

Mark­mið samn­ings­ins er að fatlað fólk njóti allra mann­rétt­inda og mann­frels­is til fulls og jafns við aðra.

Fullgilding samningsins kallar á lagabreytingar til að aðlaga íslenska löggjöf að fullu að ákvæðum samningsins, m.a. lögum um þjónustu við fatlað fólk og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þegar hafa verið gerðar ýmsar breytingar á íslenskri löggjöf til undirbúnings fullgildingar hans.

 

 

Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins má sjá hér

 

 

BB