Samningur um tannlækningar öryrkja

Á dögunum var undirritaður samningur um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja sem tekur gildi nú um mánaðarmótin. Samningurinn tryggir samræmda verðlagningu og að við gildistöku hans hækki greiðsluþátttaka sjúkratrygginga á heildina litið úr því að vera 27% í rúm 50% þess sem þjónustan kostar.

Í ákveðnum tilvikum, s.s. vegna slysa og sjúkdóma, getur hún orðið hærri, en mögulega lægri í öðrum tilvikum, svo sem vegna tannplanta og krónugerðar.

Vegna öryrkja og aldraðra sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunar­heimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum verður greiðsluþátttakan almennt án endurgjalds fyrir einstaklinginn.

Samningurinn byggir á því að hinn sjúkratryggði sé skráður hjá tannlækni sem sér um að boða hann í reglubundið eftirlit. Viðkomandi er þó heimilt að leita til annars samningsbundins tannlæknis.

 

Skráning hjá tannlækni

Fyrirkomulag skráningar aldraðra og öryrkja hjá ákveðnum tannlækni verður með þeim hætti að þeir sem leitað hafa til hans eftir 1. janúar 2017 verða skráðir hjá honum. Þeir sem ekki fá sjálfkrafa skráningu og þeir sem vilja breyta skráningu sinni geta óskað eftir að tannlæknir skrái þá í næstu komu eða gengið sjálfir frá skráningu í Réttindagátt á vef SÍ.

 

BB

Heimild hér