SAMSTARFSSAMNINGUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS OG ATLANTSOLÍU ENDURNÝJAÐUR

MS-félag Íslands og Atlantsolía hafa endurnýjað samstarfssamning um afsláttarkjör fyrir félagsmenn og styrk til félagsins. Félagsmönnum í MS-félaginu býðst afsláttur af eldsneyti hjá Atlantsolíu og afsláttur hjá samstarfsaðilum Atlantsolíu. Fastur 7 kr. afsláttur pr. lítra á einni valdri AO stöð, en 5 kr. afsláttur á öllum öðrum AO stöðvum, og af hverjum keyptum lítra með MS-félags dælulykli rennur 1 kr. í styrk til félagsins.

Dælulyklar þeirra sem nú þegar eru MS-dælulyklar hafa verið uppfærðir til samræmis við nýjan samning. Við hvetjum alla til að kynna sér þau kjör sem eru í boði og styrkja félagið með því að fá sér dælulykill hjá Atlantsolíu.

Staðbundin tilboð á AO stöðvum bætast ofan á boðinn afslátt.
Á afmælisdegi dælulyklahafa veitir dælulykilinn félagsmönnum 10 kr. í afslátt.

Gildir ekki með öðrum tilboðum, eða með öðrum sérkjörum hjá hagsmuna- eða aðildarsamtökum.

Samstarfsaðilar
Atlantsolía er í samstarfi við fyrirtæki sem veita dælulyklahöfum Atlantsolíu afslætti af rekstrarvörum. Þessi fyrirtæki versla m.a. með varahluti og rekstrarvörur fyrir bifreiðar. Nánari upplýsingar á www.atlantsolia.is.
Einungis þarf að sýna dælulykil til að njóta sérkjara.