SKEMMTILEGT TÆKIFÆRI FYRIR UNGA FÓLKIÐ

MS-félagið óskar eftir ungum einstaklingi á aldrinum 18-35 ára sem er til í að taka þátt í norrænu samstarfi unga fólksins fram á haustið 2017 og er tilbúinn til að sækja fundi NMSR (Nordisk MS Råd) erlendis ásamt fulltrúum MS-félagsins.

Hugmyndin er að setja saman sérstakan hóp sem hefði það að meginverkefni að vinna að gerð stuttmyndar um MS-sjúkdóminn og áhrif hans á ungt fólk.

Viðkomandi einstaklingur þarf að geta tjáð sig á ensku, haft áhuga á verkefninu og vera til í að vinna með öðru ungu fólki að skemmilegu og spennandi verkefni.

 

MS-félagið gegnir formennsku NMSR í tvö ár frá miðju ári 2016. Formaður er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, en hún þekkir vel til MS og unga fólksins.

 

Frekari upplýsingar veitir Helga Kolbeinsdóttir í síma 568 8620 / netfang: helgak@msfelag.is.