SÖFNUNARÁTAKI AVEDA FYRIR MS-FÉLAGIÐ LÝKUR 11. MAÍ

Sjá einnig frétt hér: /aveda-a-islandi-styrkir-ms-felagid

AVEDA á Íslandi safnar fé fyrir góðgerðarfélög á hverju ári og í ár varð MS-félagið fyrir valinu. 

AVEDA er með vörur fyrir andlit, líkama og hár, sjá heimasíðu www.aveda.is. Fyrirtækið selur vörur til rúmlega 20 hár- og snyrtistofa en einnig er rekin verslun í Kringlunni.

AVEDA hefur biðlað til fagfólks í hár- og snyrtigeiranum að leggja til söfnunarinnar andvirði einnar klippingar eða andlitsbaðs. Einnig hefur AVEDA látið útbúa vörukörfur svo hægt sé að efna til tombólu inn á hár- og snyrtistofunum. Þeir sem ekki hreppa vörukörfu fara þó ekki tómhentir frá því þeir geta valið á milli AVEDA ferðavara. Þar verða meðal annars sjampó, næringar og mótunarvörur.

Átakið hefur staðið frá 22. apríl og því lýkur n.k. laugardag 11. maí. Það eru því tveir dagar til stefnu.

MS-félagið hvetur félagsmenn og aðra til að skoða vöruúrval AVEDA í verslun þeirra í Kringlunni og á hár- og snyrtistofum og leggja góðu málefni lið.

 

BB