Sólrík sumarhátíð að baki – myndir á vefnum

Mynd: Tvö falleg fiðrildi

Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði. Veðrið lék við okkur enda hafði Berglind veðurguð beðið fyrir góðu veðri. Rigning og strekkingur var dagana á undan og á eftir, en þennan dásemdar dag var sól og stilla. Það var einfaldlega ekki hægt að hafa það betra.

 

Alþjóðadagur 2017

 

Skemmtikraftar frá Sirkus Íslands tóku á móti gestum með alls konar sprelli og strax myndaðist biðröð til að fá andlitsmálingu. Sjá mátti kisur og hunda og ekki síst falleg fiðrildi 🙂

 

 

Björg Ásta Þórðardóttir, formaður MS-félagsins, bauð gesti velkomna og kynnti nýtt kynningarmyndband sem ÖBÍ gaf félaginu í tilefni Lára Björk Bender55 ára afmælis bandalagsins. Frábært myndband þar sem Lára Björk Bender, ung kona með MS og varamaður í stjórn, segir frá lífi sínu með sjúkdóminn. Hvernig henni leið fyrst eftir greiningu og hvernig hún tókst á við daglegt líf í kjölfarið. Sjá má myndbandið hér og frétt þar um hér.

 

Alþjóðadagur 2017Þá kynnti Björg Ásta nýju fræðslubæklingana sem komið höfðu úr prentsmiðju deginum áður. Þakkaði hún Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa, sérstaklega fyrir vinnu hennar við bæklinganna en einnig þakkaði hún Alissu Logan Vilmundardóttur fyrir hennar þátt og Högna Sigurþórssyni fyrir hönnun bæklinganna.

 

 

Eftir ræðu formanns var komið að Sirkus Íslands að skemmta börnum og fullorðnum með glensi, gríni og frábærum sirkusbrögðum. Alþjóðadagur 2017Virkilega skemmtileg sýning, ekki síst þegar ungur gestur tók þátt og stóð reyndum sirkusmönnum ekki að baki.

 

 

 

Alþjóðadagur 2017Þá var komið að Páli Óskari, þeim frábæra söngvara, að koma fram. Söng hann af mikilli innlifun og einlægniAlþjóðadagur 2017 eins og honum er einum lagið. Gítarsnillingurinn Ásgeir Ásgeirsson spilaði undir. Páll Óskar tók hvern slagarann á fætur öðrum og voru margir sem ekki stóðust mátið að syngja með. Á eftir gaf Páll Óskar sér góðan tíma til að sitja fyrir á myndum með aðdáendum sínum.

Ljúft er að nefna að þessir snillingar gáfu MS-félaginu alla vinnu sína. 

 

 

 

 

  

Alþjóðadagur 2017Hoppukastalinn var á sínum stað og vildu sum börn hvergi annars staðar vera.

 

 

 

 

Á meðan á skemmtuninni stóð bauð Atlantsolía upp á pylsur og drykki úr Atlantsolíubílnum af mikilli rausn. Sama á við um Emmessís semAlþjóðadagur 2017 bauð upp á Partí-lurkinn og Nóa Siríus sem gaf nammi. Félagið bauð upp á ávexti.

ÖBÍ gaf gestum höfuðbuff og félagsmenn fengu nýju fræðslubæklinganna í hendur. Á næstunni verða bæklingarnir sendir með pósti þeim félagsmönnum sem ekki gátu mætt á sumarhátíðina. 

 

 

Sjá má myndir frá hátíðinni hér. Myndasmiðir voru aðallega þær Sigþrúður Ólafsdóttir og Bjarnveig Ágústsdóttir (Veiga).

 

IngdísHið frábæra starfsfólk MS Setursins og MS-félagsins aðstoðuðu við skemmtunina en svona flott skemmtun Alþjóðadagur 2017verður ekki að veruleika nema með góðum undirbúningi og skipulagningu og þar á Ingdís, skrifstofustjórinn okkar þakkir fyrir hversu vel tókst til. 

 

 

Kærar þakkir fyrir komuna gott fólk og kærar þakkir til allra þeirra er komu að skemmtuninni með einum eða öðrum hætti 🙂

 Alþjóðadagur 2017

 

 Alþjóðadagur 2017

 

 

 

 Alþjóðadagur 2017

 Bergþóra Bergsdóttir