SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA, JÓLASKRAUTS OG MERKIMIÐA Á NÆSTU DÖGUM

MS-félagið mun vera með sölubása í Fjarðarkaupum, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 14-18 og í Kringlunni fyrir framan Body shop og í Kjarnanum í Mosfellsbæ, föstudaginn 28. nóvember kl. 14-19.

 

Akureyrahópurinn verður með sölubás á Glerártorgi helgina 29.-30. nóvember.

 

Að sjálfsögðu er alltaf hægt að koma við á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 á virkum dögum á milli kl. 10 og 15.

 

Söluaðilar eru víða um land, sjá lista á vefsíðu félagsins.

 

 

Á myndunum má sjá Helgu og Lindu hressar og kátar í Kringlunni í síðustu viku og Lalla glaðbeittann í Kjarnanum í Mosó