STOÐ-TÍU ÁRA

Á aðalfundi MS-félagsins sem  haldinn var laugardag 8. 9. 2012 var þess minnst að tíu ár eru síðan Listaverkið  Stoð var sett upp á lóð félagsins að Sléttuvegi 5. Nánar tiltekið 12.9.2002

Höfundur verksins Gerður Gunnarsdóttir flutti erindi um sögu verksins. Hún rakti framkvæmdasögu verksins en styttan var steypt  í Englandi  og sá hönnuður um eftirlit og framkvæmd verksins .

Gerður sagði líka frá sjálfri sér  og sinni upplifun á sjúkdómnum á hrífandi hátt.

Styttan , Stoð, þar sem tvær manneskjur styðja hvor aðra,  er lýsandi fyrir það sem MS fólk þarf sérstaklega á að halda, stuðningi og samstöðu.

Nokkur stórfyrirtæki styrktu félagið í upphafi til að fjármagna þetta verk sem er orðin nokkurskonar ímynd félagsins í hugum margra. Þau fengu einnig afsteypu í bronz af minni styttu en þær voru steyptar  í Kína.

Um leið og við þökkum Gerði  fyrir hugljúft erindi og tryggð við félagið í gegnum árin, þökkum við öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug og stuðning við gerð verksins á sínum tíma.

Þeir sem styrktu okkur þá voru:

Búnaðarbanki Íslands, Hástígur ehf, Hansa hf, P.Samúelsson hf-Toyota, Íslandsbanki hf, Flugleiðir hf, Grandi hf, Góa-Linda ehf, Sjóvá-Almennar hf, STS- Styrkur og Stoð hf, Hvalur hf,  Íslensk erfðagreining ,
Hvíta Örkin sf, Eimskip hf, Steinsmiðja S.Helgason hf, Öflun ehf, Guðrún Þóra Jónsdóttir, Ólafur Egilsson sendiherra, d&e MS ,Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg