STREITU OG SLÖKUNARFUNDUR

Á morgun, laugardaginn 6. desember kl. 11:30 verður Opið hús á Sléttuveginum. Sylvía Ingibergsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kemur í heimsókn, þar sem hún ætlar að fjalla um streitu og hvernig taka skuli á henni. “Ég ætla að fjalla um streitu, efna til umræðna og síðast en ekki sízt vera með slökun fyrir þá sem mæta”, sagði Sylvía í samtali við MS-vefinn. “Aðaláherzlan verður á bjargráð við streitu og meðfylgjandi kvillum,” bætti Sylvía við.

“Aðaláherzlan verður á bjargráð við streitu og meðfylgjandi kvillum,” bætti Sylvía við.

Heiti erindis Sylvíu Ingibergsdóttur nefnist “Tekizt á við streitu”. Opið hús verður frá hálf tólf til kl. eitt eftir hádegi.

“Ég ætla að fjalla fyrst og fremst um bjargráð við streitu og meðfylgjandi kvilla eins og depurð, kvíða o.þ.ul. og tengja mál mitt við jólin, jólakvíðann og hvað sé hægt að gera til að hafa stjórn á þessari árlegu streitu,” sagði Sylvía.

Sylvía kvaðst ætla að flytja inngangsorð um vandann, hafa umræður og síðast en ekki sízt verði hún með slökun, svokallaða “leidda sjónskynjun”, sem er í sem stytztu máli fólgin í því að fara með fólk í ferðalag í huganum. Klassísk slökun beinist hins vegar aðallega að slökun vöðva. MS-félagar eru hvattir til að mæta í Opið hús á laugardaginn n.k. en samkoman hefst kl.11:30 til 13:00. –hh


STREITA Á GREIÐAN AÐGANG AÐ MS-SJÚKLINGUM

MS veldur tilfinningarússíbana
MS getur valdið raunverulegum rússíbana tilfinninga: kvíða, depurð og tilfinningasveiflum. Erfitt er að fullyrða hversu mikinn þátt MS á í þessum tilfinningasveiflum og hversu mikið er einfaldlega sjálfsskapað. Í sjálfu sér getur þetta skapað ótta og ruglað einstaklinga í ríminu. Þessi líðan getur valdið því, að þér finnist þú vera að missa tökin á atburðarrásinni .eða fólk fari að velta fyrir þér hvað í ósköpunum hafi komið fyrir sig, gömlu góðu persónuna, sem maður þekkir svo vel. Þessar hugsanir eru ákaflega vanalegar og eðlilegar tilfinningar.

Fyrir suma eru depurðareinkenni eða kvíði sem rekja má til MS af klínískum toga. Ef svo er, þá er heillavænlegast að ráðfæra sig við lækninn sinn. Ekki er óalgengt að læknirinn ráði þér að taka í ákveðinn tíma lyf, sem slá á kvíða. Slík lyfjagjöf hefur oft reynzt gagnleg og heppileg lausn fyrir marga sem eru með MS.

MS-sjúklingar í sérstakri hættu
Það tekur langan tíma til að sætta sig við að vera með sjúkdóm í líkingu við MS og þær breytingar á lífsstíl fólks, sem sjúkdómurinn kann að hafa í för með sér. Að ræða um stöðu mála getur verið verulega gagnlegt og samtöl við sérfræðinga hafa oft reynzt vel við kringumstæður sem þessar.

Langvarandi streita, sem fylgir því að vera með krónískan sjúkdóm á borð við MS getur leitt til gremju, reiði, vonleysis og depurðar. Einstaklingar með MS eru í sérstakri hættu að verða depurð að bráð. Og það er ekki að undra, þar sem MS-sjúklingar standa frammi fyrir sérlega mörgum streituvöldum. Til þess að laga sig betur að sjúkdómnum er mjög mikilvægt að læra hvernig maður getur haft stjórn á streitunni.

Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir því hvenær maður þjáist af streitu og grípa þá til ráða til að draga úr henni.

Frekar verður fjallað um MS og streitu hér á MS-vefnum á næstunni.  –hh

Sendið bréf með hugmyndum og athugasemdum