STUTTMYND UM MS OG DAGLEGT LÍF

Bræðurnir Daniel Kjartan og Davíð Fjölnir Ármannsynir gerðu stuttmynd fyrir Alþjóðadag MS í maí 2011 sem ber heitið MS og daglegt líf. Skyggnst er örsnöggt inn í daglegt líf fjögurra einstaklinga með MS og nokkrar staðreyndir um sjúkdóminn settar fram á einfaldan hátt.

Undir myndinni hljómar lagið “Upp og niður stigann” í flutningi hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns og Stórsveitar Reykjavíkur, sem gáfu góðfúslegt leyfi til notkunar lagsins.

Bræðurnir báru veg og vanda af gerð myndarinnar og gáfu MS-félaginu.

Á myndinni með fréttinni má sjá Daníel með yngri son sinn, Ísak, og Berglind formann á Alþjóðadegi MS í maí 2011.

Hér er hægt að sjá stuttmyndina sem tekur um 1 1/2 mínútu í sýningu.