Styrkur frá Heilbrigðisráðuneytinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 95 milljónum króna af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal MS-félags Íslands. Hlaut félagið 3 milljón króna styrk til þjónustu við MS-greinda og aðstandendur og veitti Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, styrknum viðtöku.

Að þessu sinni lagði ráðuneytið áherslu á verkefni tengd heilsueflingu aldraðra og kvennaheilsu. Alls hlutu 27 félagasamtök styrki til 32. aðskilinna verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

„Frjáls félagasamtök sinna daglega gríðarlega mikilvægu starfi í þágu samfélagsins. Styrkirnir sem veittir eru hér í dag eru í senn viðurkenning á því starfi og fjárframlag til að styðja við þá mikilvægu starfsemi sem frjáls félagasamtök sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra við afhendingu styrkjanna á Hótel Natura í gær.

 

Sjá frétt á vef Stjórnarráðsins hér