Styrkur til félagsins

Laufey Jóhannsdóttir hjá Kvenfélagi Garðabæjar kom færandi hendi í vikunni sem leið og afhenti MS-félaginu rausnarlegan styrk að fjárhæð kr. 200.000,-, en þann 3. desember héldu þær árlegan jólafund sinn og útdeildu styrkjum til ýmissa málefna, sjá nánar hér.

MS-félag Íslands þakkar innilega þann stuðning og hlýhug sem Kvenfélag Garðabæjar sýnir félaginu með þessari gjöf.