STYRKUR TIL FÉLAGSINS

Á síðasta vorfundi Lionsklúbbsins Þórs var ákveðið að veita MS-félagi Íslands styrk að upphæð kr. 150.000,-

Lionsklúbburinn Þór safnar fé og hefur um árabil styrkt hin ýmsu líknarfélög og félagasamtök sem standa í þeirri baráttu að styðja við þá sem helst þurfa á því að halda.

MS-félag Íslands þakkar innilega þann stuðning og hlýhug sem Lionsklúbburinn Þór sýnir félaginu með höfðinglegri gjöf.