SUMARHÁTÍÐ Á SLÉTTUVEGINUM Í TILEFNI AF ALÞJÓÐADEGI MS

Miðvikudaginn 29. maí verður alþjóðlegi MS-dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Af því tilefni blásum við til sumarhátíðar og opins húss í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5, milli klukkan 16 og 18. Þema dagsins er ungt fólk og MS.

Leikhópurinn LOTTA tekur á móti gestum og  kl. 16 hefst formleg dagskrá með ávarpi formanns félagsins Berglindar Guðmundsdóttur.

 

Unnur Eggertsdóttir (Solla stirða) tekur lagið. Leikhópurinn Lotta skemmtir og hoppukastali verður á svæðinu. 

 

MS Setrið verður með opið hús og verður hægt að kynna sér bæði aðstöðuna og starfsemina.

 

Boðið verður upp á pylsur, gos og ís fyrir gesti og gangandi. 

 

Við viljum hvetja allt MS-fólk, aðstandendur og áhugamenn að fjölmenna á sumarhátíðina og taka börn og aðra gesti með sér.

 

Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt okkur lið með góðum afsláttum, gjöfum og sjálfboðavinnu og færum við þeim okkar bestu þakkir.

 

Í tilefni Alþjóðadagsins í ár voru sex ungmennum í jafnmörgum heimsálfum falið að deila lífsmottói sínu eða einkunnarorðum með heiminum og vekja þannig athygli á MS og hvetja fólk til jákvæðs hugarfars. Lífsmottó hvetur til betra lífs og eykur þannig lífsánægju og veitir styrk, jafnvel á erfiðustu stundum. MS-félagið hvetur ungt fólk (að 35 ára) til að deila lífsmottói sínu með öðrum á msfelag@msfelag.is.

 

Hvert er MOTTÓ þitt fyrir lífið?

 

 

 

BB