SUMARHÁTÍÐIN ER Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR, 25. MAÍ

 

Eins og áður hefur verið auglýst mun MS-félagið halda Alþjóðadag MS hátíðlegan með sumarhátíð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 25. maí á milli kl. 16 og 18.

Ingó Veðurguð ætlar að taka nokkur lög, Jón Arnór töframaður ætlar að töfra alla upp úr skónum og hinn sívinsæli hoppukastali verður á sínum stað.

Alvar á Atlantsolíubílnum býður upp á pylsur og drykki og ÖBÍ gefur höfuðbuff.  

 

Sjáumst hress og kát J 

 

 

 

Alþjóðadagurinn 2016 er tileinkaður sjálfstæði.  

Almennt getur MS fólk lifað góðu og sjálfstæðu lífi, þökk sé nýjum lyfjum og betri greiningu. Um þriðjungur fólks með MS hafa væg eða engin einkenni sjúkdómsins eftir mörg ár með sjúkdóminn og þrír af hverjum fjórum lifa virku og sjálfstæðu lífi í mörg ár eftir greiningu.

Viðfangsefni alþjóðadagsins í ár er að finna leiðir til að bæði sjá og skapa möguleika MS-fólks til sjálfstæðis og um leið leggja áherslu á að sjálfstæði getur haft mismunandi þýðingu fyrir hvern og einn. Fyrir suma er mikilvægt að geta unnið þrátt fyrir sjúkdóminn, einhverjum finnst mikilvægt að geta ferðast óhindrað um og öðrum finnst eitthvað allt annað.

Fólk hefur verið hvatt til að senda inn sögur um hvernig það upplifir sjálfstætt líf.

 

Búið er að búa til viðburð á fésbókarsíðunni þar sem þið getið fylgst með fréttum og lesið sögur af öðrum – og vonandi ykkur – í aðdraganda sumarhátíðarinnar. Sjá hér.

 

Lesa má sögur MS-fólks víðsvegar að úr heiminum hér.

Vefsíða Alþjóðadagsins er hér.

 

 

BB