TAKK FYRIR FRÁBÆRAN DAG, HLAUPARAR OG STUÐNINGSMENN

MS-félagið er fullt þakklætis í garð hlaupara og stuðningsmanna þeirra en alls söfnuðust tvær milljónir tvöhundruð þrjátíuog sex þúsund krónur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir MS-félagið sem er heilli milljón meira en safnaðist í fyrra sem þótti mjög gott – og þykir enn.

Alls hlupu 112 einstaklingar fyrir félagið og ein boðsveit.

Eins og í fyrra verður söfnunarfénu varið til félags- og fræðslustarsemi. Nú nýlega gaf félagið út kynningarkort með helstu staðreyndum um MS-sjúkdóminn og félagið og verður þeim dreift á helstu heilsugæslustöðvar víðs vegar um landið. Þá eru í burðarliðnum fjórir fræðslubæklingar sem fara í víðtæka dreifingu.

 

MS-félagið var með hvatningastöð við Olís við Eiðisgranda. Að öðrum ólöstuðum þá voru Ingdís frá MS-félaginu og Soffía frá MS-Setrinu alveg frábærar. Þær stóðu vaktina frá kl. 9 til hálf tólf og voru hoppandi og veifandi til keppanda með fána félagsins á milli sín allan tímann. Það má með sanni segja að þær hafi hoppað maraþon með stæl – og blésu ekki úr nös. Þær vöktu líka athygli sjónvarpsmanna eins og sjá má á myndskeiðinu hér (min. 1:11).

 

 

 

Þið megið gjarnan senda myndir frá maraþoninu og hlaupurum okkar á netfangið bergthora@msfelag.is. Þær fara í myndasafn félagsins hér á vefsíðunni og verður látið vita þegar það er tilbúið til birtingar.

 

 

KÆRAR ÞAKKIR HLAUPARAR, STUÐNINGSMENN OG HVATNINGARFÓLK – ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR J