Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið – vilt þú styrkja MS-félagið?

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst n.k., er í fullum gangi. 

Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla fræðslu, félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.

Hluti styrkja sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og 2015 runnu sérstaklega til gerð fræðslubæklinga sem hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018.

 

Í dag hafa 30 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið – takk fyrir það 🙂

Hægt er að fylgjast með hlaupurum og áheitasöfnun hér

Hægt er að heita á hlaupara hér.

 

Rafræn skráning er opin hér til 22. ágúst nk. kl. 13.

Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.

Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.

 

Á undanförnum árum höfum við haft hvatningarstöð okkar við Ólís, Ánanaustum (Granda), þar sem alltaf hefur verið rífandi stemming, dans og fjör allan tímann sem hlaupið hefur staðið yfir. Allir hlauparar eru hvattir vel áfram en þó sérstaklega hlaupararnir okkar.

Myndir frá 2018 má sjá hér og frá 2017 hér.

 

Búið er að gera viðburð á fésbókinni sem minnir á hvatningastöðina sem verður á sama stað og áður. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Lofað er rifandi stemmingu og ókeypis líkamsrækt. Sjá hér.

Sjáðu stemminguna hér.

 

BB