Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins

Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. Það er um að gera að nýta sér margþætta þjónustu hennar sem er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra endurgjaldslaus.

Íris Eik býður upp á:

  • Einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl.
  • Stýrir og skipuleggur námskeið fyrir MS-greinda og fjölskyldur þeirra.
  • Veitir upplýsingar um rétt í veikindum hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, stéttarfélögum o.fl. og aðstoðar einstaklinga við að sækja rétt sinn.
  • Veitir upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði.
  • Er talsmaður og tengiliður fólks við stofnanir.
  • Annast bréfaskriftir vegna skjólstæðinga.
  • Greinir og metur félagslegar aðstæður og tengslanet.
  • Veitir ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra aðstæðna.
  • Skipuleggur félagsleg úrræði, t.d. liðveislu, heimaþjónustu, stuðningsteymi eða starfsendurhæfingu.
  • Tekur þátt í að samræma þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

 

Viðtölin fara fram í nýuppgerðu og notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

Viðtölin eru í boði á miðvikudögum. Hægt er að panta tíma:

 

Tilkynna þarf um forföll eigi síðar en kl. 15 daginn fyrir viðtal með því að:

 

Sjá þjónustusíðu félagsráðgjafa hér

 

 

BB