Týsabri – notkun að hefjast

Björn Zoega starfandi lækningaforstjóri LSH hafði samband við mig í gær og skýrði  mér frá því að ákveðið hefði verið að hefja nú notkun Týsabris og væri framkvæmdin  í höndum Taugalækningardeildarinnar.

Þetta er  árangur af skipulögðum og markvissum aðgerðum okkar allra,  fjölda samtala og bréfaskrifta við þá sem áhrif hafa í þessu máli, en síðast en ekki síst með afar mikilvægri aðstoð fjölmiðlanna.

MS-félag Íslands

Sigurbjörg Ármannsdóttir