UNGIR / NÝGREINDIR MEÐ MS

Stofnaður hefur verið félagshópur fyrir unga / nýgreinda einstaklinga með MS.

Hópurinn hefur MS-félagið sem bakhjarl en félagið kemur ekki að starfi hópsins.

Tilgangur hópsins er að gefa fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman.

Miðað er við einstaklinga undir 35 ára aldri, eða greiningu innan 5 ára.

Forsprakki hópsins er Alissa „Logan“ Vilmundardóttir. Hún hefur stofnað fésbókarsíðuna „Ungir / nýgreindir með MS“ til að halda utan um hópinn og útfærði lógó félagsins til að undirstrika sjálfstæði hans.

 

Slóðin á fésbókarsíðu hópsins er hér. 

 

 

Sæl öll og velkomin í hópinn!

Stofnun þessa hóps er liður í markmiði MS-félags Íslands að ná til ungra / nýgreindra einstaklinga með MS. Hugmyndin er að bjóða upp á vettvang fyrir félagsstarf þar sem ungir / nýgreindir geta kynnst öðrum í sömu sporum, og fengið stuðning og fræðslu.

Mikilvægt er að taka fram að þó að þessi hópur sé á vegum MS-félagsins þá er félagsstarfið sjálft algjörlega í höndum þeirra sem stunda það. Hópurinn hefur þannig MS-félagið sem bakhjarl en það kemur engin dagskrá beint frá þeim. Öllum meðlimum hópsins er frjálst að stinga upp á viðburði eða óska eftir fræðslu.

Til að koma boltanum af stað hefur verið stofnaður kaffihúsahópur sem mun hittast tvisvar í mánuði – nánar um það síðar.

Eins og kemur fram í lýsingu hópsins er hann hugsaður fyrir einstaklinga undir 35 ára aldri, eða með greiningu innan 5 ára, en auðvitað eru allir velkomnir sem vilja. Endilega bjóðið þeim sem þið þekkið og deilið upplýsingum um hópinn þar sem við á.

Enn og aftur verið þið öll hjartanlega velkomin. Mikilvægast í þessu öllu er að muna að við erum ekki ein og það er mikill styrkur í fjöldanum.

 

Alissa „Logan“ Vilmundardóttir