Ungmennaráð gerir fræðslumyndband

Um þessar mundir stendur Ungmennaráð MS-félags Íslands að gerð fræðslumyndbands um MS.

 

Handritið er í höndum hópsins Ungir / nýgreindir með MS og er öllum boðið að taka þátt sem vilja.

 

Myndbandinu er m.a. ætlað að svara eftirtöldum spurningum:

  • Hvað viljum við segja við þá sem eru að greinast í dag?
  • Hvað viljum við að aðstandendur okkar viti?
  • Hvaða sýn viljum við að samfélagið hafi á líf með MS og okkur sem lifum með sjúkdómnum?

 

Áhugasamir geta skráð sig í hópinn hér eða haft samband við Alissu Logan Vilmundardóttur hér.

 

 

-Ungmennaráð

 

 

Myndin er tekin á kaffihúsahittingi Ungra / nýgreindra á Café Babalú