Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir mættu fyrir hönd félagsins til að taka formlega á móti þeim 1.327.082 kr. sem söfnuðust í maraþoninu.

Vel var tekið á móti þeim stöllum, sem og öðrum sem mættir voru í sama tilgangi.

 

Enn og aftur, kærar þakkir hlauparar, stuðningsfólk og pepparar 🙂

Stuðningur ykkar er félaginu ómetanlegur og hjálpar til við að efla þjónustuna við félagsmenn.