UPPSKERUHÁTÍÐ REYKJAVÍKURMARAÞONS 2013

Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir voru fulltrúar MS-félagsins á uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2013 sem fór fram í fyrradag en þangað var boðið fulltrúum góðgerðafélaga, hlaupurum, starfsmönnum og stuðningsaðilum til að fagna góðum árangri. Aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. Í hlut MS-félagsins komu 1.185.179 kr. þegar kostnaður við söfnunina hefur verið dreginn frá.

Söfnunin í ár fór fram úr björtustu vonum en alls söfnuðust 72.549.948 kr. til 148 góðgerðafélaga. Þetta er 58% hærri upphæð en safnaðist í fyrra og nýtt met í áheitasöfnunni. Eins og fram kom í frétt MS-félagsins 26. ágúst sl., sjá hér, er félagið mjög þakklátt hlaupurum, stuðningsfólki og öllum þeim sem hétu á það. Framlag þeirra er félaginu ómetanlegt og mun koma að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn. Þetta ötula og óeigingjarna fólk safnaði það miklu til félagsins að útborguð fjárhæð er sú 17. hæsta. Sjá má lista yfir öll góðgerðafélögin og fjárhæðirnar sem þau fá greiddar hér.

 

ENN OG AFTUR, BESTU ÞAKKIR J

 

 

BB