VANTAR GÓÐA JÓLAGJÖF Á SEINUSTU STUNDU?

Til sölu eru falleg gjafakort hjá MS-félaginu þar sem gjafaframlag rennur í tækjakaupasjóð félagsins.

Lágmarks framlag er 2.000 kr. en annars er verð kortanna ótakmarkað.

Gjafakortin eru tilvalin fyrir fólk í jólagjöf, sérstaklega fyrir fólk „sem á allt“ og þarf ekki fleiri postulínsstyttur J

Hægt er að fá kortin með mismunandi myndum eftir Eddu Heiðrúnu Backman og Tolla sem prýtt hafa jólakort félagsins undanfarin ár.

Inn í kortið er áritað með fallegu letri að um gjafakort MS-félagsins sé að ræða sem með því hefur móttekið gjafaframlag í tækjakaupasjóð félagsins. Sjóðnum er ætlað að fjármagna tæki til notkunar í sjúkraþjálfunarsal MS-Setursins.

Bent er á mikilvægi endurhæfingar og líkamsþjálfunar vegna afleiðinga MS-sjúkdómsins, sem með tímanum hefur áhrif á leiðni taugaboða þannig að skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og nær illa eða alls ekki fram til réttra líkamshluta.

Kortin eru til sölu á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 á milli kl. 10 og 15 mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. desember.

Hægt er að greiða fyrir gjafakort með greiðslukorti, sé þess óskað.