Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS

Mikil og góð viðbrögð hafa verið við greininni „Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS“ sem birtist í MS-blaðinu á dögunum. Innihald greinarinnar virðist hafa opnað augu margra og skapað umræður milli para og innan fjölskyldunnar.

Greinina er að finna í greinasafni félagsins og má nálgast hér.

Upplagt er að deila greininni á meðal vina. Einnig að prenta hana út, merkja við eitt eða fleiri einkenni og leggja hjá þeim sem þið viljið að kynni sér það sem þið eruð að upplifa.

Hægt er að fá litlu kynningarkortin, sem stikla á því helsta, á skrifstofunni að Sléttuvegi 5 eða hringja í síma 568 8620 til að fá þau send. Frábær til að dreifa meðal fjölskyldu og vina.

Kynningarkort                                          Kynningarkort

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

Frekari fróðleikur: