VEFÚTGÁFA MEGINSTOÐAR ER KOMIN Á VEFINN

Blaðið kemur í pósti heim til félagsmanna innan tveggja vikna.

Þema blaðsins er mikilvægi líkamsræktar fyrir MS-fólk.

Meðal efnis er grein sjúkraþjálfarans Belindu Chenery um nauðsyn skynsamlegrar þjálfunar og grein sjúkraþjálfarans Önnu Sólveigar Smáradóttur um árangur jafnvægisþjálfunar.

Þá skrifar félagi okkar Svavar S. Guðfinnsson um reynslu sína og upplifun  af áralangri jafnvægis- og styrktarþjálfun.

Viðtalið er við Gunnar Felix Rúnarsson sem er meðstjórnandi í MS-félaginu, á kafi í verslunarrekstri og hefur sína aðferð til að takast á við sjúkdóminn.

Nýr starfsmaður  á skrifstofunni, Helga Kolbeinsdóttir, segir frá sjálfri sér og erlendu samstarfi og María Pétursdóttir segir frá MSFF, MS fræðslu- og félagsmiðstöð.

 

Nálgast má vefútgáfuna hér.

 

 

BB