VEGLEG GJÖF TIL MS-FÉLAGSINS

Stúkan Þorkell Máni afhenti í dag MS-félaginu 48“ Samsung upplýsingaskjá til eignar. Ákveðið hefur verið að setja skjáinn upp í MS-Setrinu þar sem hann mun nýtast vel til að miðla upplýsingum um dagskrá og aðra viðburði til félaganna í Setrinu.

 

Á myndinni  má sjá stúkufélaga afhenda formanni félagsins Berglindi Guðmundsdóttur skjáinn, að viðstaddri Þuríði Sigurðardóttur framkvæmdastjóra MS-Setursins. Stúkunni var gefið þakkarskjal frá félaginu.

 

MS-félagið þakkar kærlega fyrir rausnarlega gjöf.

 

 

BB