VELHEPPNAÐUR ALÞJÓÐADAGUR

Ýmsar kynjaverur tóku á móti gestum, svo sem Gilitrutt, Bárður tröll og geiturnar þrjár en þar var leikhópurinn Lotta á ferð. Hópurinn sýndi hluta úr leikverkinu Gilitrutt sem leikhópurinn mun sýna í sumar víða um land.

Þá söng söngkonan Unnur Eggertsdóttir nokkur lög við gítarundirleik föður síns. Í kjölfarið sungu tvær litlar hnátur lagið Ég syng, sem Unnur hafði sungið í undankeppni Eurovision á eftirminnilegan hátt.

Veitingar voru ekki af verri endanum og voru þeim gerðar góð skil. Nóg var að gera hjá pysluafgreiðslumanninum í Atlantsolíubílnum og íspinnarnir frá Kjörís þóttu góðir.

Þetta var yndislegur dagur í alla staði og þökkum við öllum fyrir komuna.

 

Undir Myndasafni hér á vefsíðunni /?pageid=144 er að finna myndir frá skemmtuninni. Myndirnar tóku Kristján Einar Einarsson og Ingdís Líndal.

 

BB