Velheppnuð sumarhátíð að baki – myndir

Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS. 

Rauðhetta, úlfurinn og grísinn úr leikhópnum Lottu mættu á svæðið og léku leikritið um Rauðhettu og úlfinn. Í kjölfarið tróð Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, upp og spilaði á gítarinn sinn og söng mörg mjög skemmtileg lög sem flestir þekktu.

Boðið upp á andlitsmálun og var gaman að sjá m.a. glaða litla einhyrninga, kisur og tígrísdýr skoppa um.

Pylsubíllinn ómissandi frá Atlantsolíu var á staðnum og ís var í boði Emmess.

 Virkilega skemmtilegur eftirmiðdagur með góðu fólki, góðum skemmtiatriðum og góðum veitingum.

Kærar þakkir fyrir komuna góðu gestir og bestu þakkir til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.

 Ingdís Líndal tók myndir, sjá hér