YOGA-NÁMSKEIÐ

Fimmtudaginn 5. janúar hefst nýtt yoga-námskeið. Leiðbeinandi er Birgir Jónsson, Andanda Yoga.  

Um er ræða svokallað Raja Yoga (konunglegt yoga) en það samanstendur af öllu yoga; Hatha, Karma, Bhakti, Ashtanga og Pranayama yoga.

Notaðar eru teygjur, styrktaræfingar, öndun, dans og hugleiðsla til að komast nær kjarnanum og fá meiri orku og þrótt.

Einnig er fræðsla um yoga, heimspeki, mataræði I og II, siðfræði, trú, meðvirkni (að sleppa tökunum), orkustöðvar ofl.

 

NÁMSKEIÐIÐ ER EINGÖNGU ÆTLAÐ EINSTAKLINGUM MEÐ MS.

Námskeiðið er haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, mánudaga og fimmtudaga kl. 16:10-17:25 og laugardaga kl. 9-10:15 eða kl. 10:30-11:45.

Námskeiðsgjald fyrir félagsmann er 6.000 kr. á mánuði fyrir 3 skipti í viku.

Hópurinn er ekki stór og því verður kennslan persónumiðaðri og leiðbeinandi getur betur fylgt hverjum og einum eftir.

Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is.

 

Best er að taka þátt í námskeiðinu frá byrjun J

 

 

BB