MS-blaðið, 2. tbl. 2019

admin

Meðal efnis: Greinar eftir Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa félagsins, um ósýnileg einkenni MS og Hönnu Heiðu Lárusdóttur, BSc í sálfræði, um andlega heilsu MS-fólks á Íslandi.Viðtal við Margréti Sigurðardóttur félagsráðgjafa félagsins til margra ára, sagt frá norrænum fundi í Litháen og aðalfundi Evrópusamtaka um MS (EMSP).

MS-blaðið, 1. tbl. 2019

MS-félag Íslands

Meðal efnis: Greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi. Sagt frá ráðstefnu NMSR í Osló, viðtöl við Ingdísi Líndal og Bergþóru Bergsdóttur, kynning á sálfræðiþjónustu, pistill Ingibjargar frá Ísafirði og sagt frá MS-ráðstefnu 2018.

MS-blaðið, 2. tbl. 2018

MS-félag Íslands

Meðal efnis: Grein eftir Hauk Hjaltason, taugalækni á taugalækningadeild LSH, viðtal við Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur um MS og barneignir, viðtal við Heiðu Björgu Hilmisdóttur, fyrrum varaformanns félagsins og formanns NMSR, samtaka norrænu MS-félaganna, grein Aðalbjargar Albertsdóttur um fyrirhugaða rannsókn á svefnvenjum MS-fólks og viðtal við Ernu Björk Jóhannesdóttur um stofnfrumumeðferð sem hún undirgekkst í Noregi.

MS-blaðið, 1. tbl. 2018

MS-félag Íslands

Meðal efnis: Minning: Margrét Guðnadóttir, sagt frá stefnumótunarvinnu félagsins, saga félagsins rifjuð upp, sagt frá norrænu samstarfi en haustfundur NMSR 2017 fór fram á Íslandi, viðtal við formann félagsins (mynd) um MS-félagið í nútíð og framtíð, og Árskógshópurinn og MS-hópar úti á landi segja frá starfi sínu.

Mataræði og lífstíll

MS-félag Íslands

Áhrif mataræðis á örveruflóru meltingarvegar og heilsu Höfundur: Birna Ásbjörnsdóttir, næringarlæknir. MeginStoð 2. tbl. 2017 Inngangur: Æ fleiri rannsóknir staðfesta áhrif mataræðis á heilsu, en síðustu ár hafa augu vísindamanna þó beinst meira að örveruflóru meltingarvegar og hlutverki hennar. Samsetning örveruflórunnar veltur mikið til á fæðuvali hvers og eins. Rannsóknir á mönnum og dýrum hafa leitt í ljós víðtæk áhrif …

Lifað með MS

MS-félag Íslands

Þörfin fyrir MS-félagið tekur sífelldum breytingum Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Björgu Ástu Þórðardóttur. MS-blaðið 1. tbl. 2018 Inngangur: Björg Ásta Þórðardóttir er nýr formaður MS-félags Íslands frá aðalfundinum síðastliðið vor. Hún er 32 ára gömul, í sambúð með Ósk Laufeyju Breiðfjörð Eddudóttur og saman eru þær með þrjú börn. Björg Ásta er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur …

Sérfræðingar skrifa

MS-félag Íslands

Er MS í börnum sami sjúkdómur og MS í fullorðnum? Höfundur: Ólafur Thorarensen barnalæknir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. MS-blaðið 1. tbl. 2019  Inngangur: MS-sjúkdómurinn er kvilli sem herjar yfirleitt á unga fullorðna einstaklinga (20–40 ára). Á undanförnum 20 árum hefur greiningum fjölgað hjá börnum og unglingum. MS-sjúkdómur hjá einstaklingumyngri en 18 ára er flokkaður sem barna-MS. 3 – …

MeginStoð, 2. tbl. 2017

MS-félag Íslands

Meðal efnis: Minning: Guðmundur Einarsson, nýútkomnir fræðslubæklingar, viðtal við Sigurð Kristinsson, 23 ára, sem hefur jákvæðnina að leiðarljósi, heilsudagbók og mataræði Dagbjartar Önnu, Selma Margrét með fróðleik um D-vítamínið, lífsstílsbreyting Sólveigar Sigurðardóttur og pistill Birnu Ásbjörnsdóttur um áhrif mataræðis á örveruflóru meltingarvegar og heilsu.

MeginStoð, 1. tbl. 2017

MS-félag Íslands

Meðal efnis: Minning: John Benedikz og Edda Heiðrún, viðtal við Bergþóru um vefsíðu og bæklinga, Ástríður Anna skrifar um hin mörgu andlit MS, viðtal við Dagbjörtu Önnu um herra MS, viðtal við Jónínu Halls, hjúkrunarfræðing, Pétur Hauksson geðlæknir skrifar um kvíða og þunglyndi, og Claudia Ósk taugasálfræðlingur skrifar um minni og hugræna endurhæfingu.

Endurhæfing

MS-félag Íslands

Af stað! Þú getur þetta! Höfundur: Belinda Chenery, sjúkraþjálfari. MeginStoð 2. tbl. 2016 Inngangur: Skynsamleg þjálfun er öllum nauðsynleg. Áhrif hennar á líkama og sál eru óumdeild. Fjöldi rannsókna hefur meðal annars sýnt fram á jákvæð áhrif þjálfunar á stoðkerfið, meltingarkerfið, æðakerfið, blóðsykur og líkamsþyngd. Góð hreyfing dregur úr streitu, þreytu, kvíða, þunglyndi og almennri vanlíðan auk þess sem hún skerpir …